Óman

FERÐ TIL ÓMANS í febrúar 2007



Ferðaáætlun til ÓMANS
Dagsetningar eru ekki alveg öruggar. Lok janúar eða byrjun febrúar 2007


1.dagur.
Flogið með Flugleiðum til Frankfurt. Þar tökum við vél Royal Jordanian og höldum áfram til Múskat, höfuðborgar Ómans. Þar tekur fulltrúi ferðaskrifstofunnar á móti okkur og gengið frá áritunum. Síðan farið á Mercure Al Falaj sem er fallegt 4ra stjörnu hótel.

2. dagur
Morgunverður
Síðan er dagurinn frjáls eftir harla langa flugferð. Um kvöldið förum við í siglingu út á Ómanflóa og öndum að okkur fegurð og sjávarlofti. Kaffi, te og döðlur. Innifalið.
Trítlum í kvöldverð á Woodlandsveitingahúsið og kvöldverður er innifalinn.



3. dagur.
Morgunverður
Síðan er lagt af stað í suður að Finnsströndinni, komum við í Sur sem er mikilvægasta borgin í austurhlutanum. Bærinn er hvað þekktastur fyrir að þar munu fyrst hafa verið smíðaðir dæmigerðir ómanskir bátar, dhows sem eru alþekktir í öllum Flóaríkjunum. Í Sur segir sagan að Sindbað sæfari hafi slitið barnsskónum. Við borðum hádegisverð(innifalinn) á leiðinni.
Við höldum svo til Ras al Hadd og tjekkum inn á samnefndu hóteli sem er vænt hótel. Um kvöldið förum við niður á ströndina en þar er stærsta skjaldbökubyggð í Óman og um 30 þúsund dýr eiga heimkynni sín þar. Borðum á Ras Al Hadd.

4.dagur
Við stefnum inn á Wahibasanda sem er eyðimörk á stærð við Wales, 200 km að lengd og 100 km á breidd. Sandöldur geta orðið all að 150 m háar og litbrigðin ólýsanleg. Bedúínar búa hér og hvar um mörkina. Hádegisverður á leiðinni(innifalinn). Við gerum stans í litríkri vin, Wadi Bani þar sem eru uppsprettulindir og fagur gróður. Við keyrum um sandana og förum í úlfaldareið og horfum á þjóðdansa. Undir kvöldið komum við í tjaldbúðirnar Þúsund og ein nótt. Þar verður



5. dagur. Morgunverður við tjaldbúðirnar. Við leggjum svo af stað og um stórbrotið landslag, förum upp á Sólarfjall sem er hæsta fjall landsins þar sem er vísast að við gætum gengið fram á fjallabedúína. Af fjallinu er magnað útsýni(nestishádegisverður innifalinn).
Áfangastaður okkar þennan dag er svo Nizwa sem var höfuðstaður á 6. og 7. öld og er líklega elsta borg landsins. Áður var þar miðstöð lista og menningar og borgin hefur alltaf verið tengiliður landshlutanna. Við skoðum Bahla, fallegan bæ sem er umluktur háum fjöllum og þar er leirkerasmíð gömul hefð. Einnig til Jabrinvirkis sem er frá 17.öld og þykir einstakt að mikilleika. Við tjekkum svo inn á Golden Tulip og borðum þar.



6. dagur.
Við erum í Nizwa á föstudegi en þá er mikill og skrautlegur markaður þegar bedúínar koma með skepnur sínar til uppboðs og er þá líf í tuskunum. Við gefum okkur góðan tíma til að fylgjast með því sjónarspili. Síðari hluta dags í skoðunarferð um merka sögustaði í grenndinni. Borðum og gistum á Golden Tulip.



7.dagur
Við förum um Al Hamra og yfir Hajarfjöllin. Nestishádegisverður innifalinn. Við komuna til Múskat förum við á Al Falaj. Við borðum á Turkish Restaurant(innifalinn) og gistum á Al Falaj

8. dagur
Fyrri hluti dags frjáls og menn geta sleikt sólskin við sundlaugina eða skroppið á eigin spýtur/slegið sér saman og tekið bíl til að skoða næsta nágrenni. Síðdegis er haldið út á Seebflugvöll og við fljúgum til Salalah, aðalborgarinnar í suðurhlutanum (50 mínútna flug). Tjekkum inn á Crowne Plaza sem er 5stjörnu hótel. Skoðunarferð um Salalah eftir að menn hafa slappað af, farið á mirrumarkaðinn og skoðum kókoshnetu og bananaakra og keyrum meðfram ægissíðunni. Borðað á Crowne Plaza.


9.dagur.
Eftir morgunverð í dagsskoðunarferð, farið að grafhýsi Jobs, til Moughsail þar sem djúpir hellar við ströndina mynda furðulegan súg og sjórinn þeytist marga metra upp úr þessum skrítnu hellum. Við skoðum mirrutrén frægu sem Óman er frægt fyrir og þangað mun drottningin af Saba hafa komið að kaupa mirru áður en hún vitjaði Salómons kóngs í Jerúsalem í eina tíð. Seinni hluta dags farið í austur til fiskibæjarins Taqa og meðfram strandlengjunni sem var eitt sinn helstur áningarstaður á mirruleiðinni austur á bóginn. Þar hafa fundist leifar af ævafornri borg sem hafði viðskiptatengsl við Austsurlönd fjær og Egyptaland og Grikkland í vestri.
Borðum á góðum veitingastað inni í bæ



10. dagur
Morgunverður
Fljúgum til Múskat eftir hádegi og förum á hótel Al Falaj. Kvöldverður innifalinn.

11.dagur
Morgunverður
Í býtið til flugvallar. Við fljúgum til Khasab sem er helsti og eini bærinn í héraðinu Musandam. Musandam er strangt tiltekið utan Ómans þótt svæðið tilheyri því og snýr að Hormuzsundi þar sem Flóinn byrjar. Landslag þykir afar sérstætt og minna á norsku firðina. Við tjekkum inn á Túlipanahóteli og síðan förum við í dagssiglingu og skoðum allt sem skoðað verður. Hádegisverður er innifalinn. Síðari hluta dags rennum við svo að landi í Khasab aftur og gistum á Golden Tulip hóteli. Kvöldverður innifalinn

12.dagur
Ferð um fjöll Musandam og skoðaðar forsögulegar minjar. Síðdegis fljúgum við aftur til Múskat og tjekkum inn á Al Falaj og borðum þar. Kvöldverður er innifalinn.



13. dagur
Skoðunarferð um borgina. Förum að skoða gamalt portúgalskt virki við höfnina, Miklumosku, Náttúruminjasafn svo eitthvað sé nefnd. Síðan á markaðinn í Muttrah þar sem við horfum á fjörugt mannlíf og kaupum(trúlega) ýmsa fallega gripi svo sem kandjara sem eru ómanskir hnífar sem karlar bera við belti sér á hátíðum og tyllidögum.

14. dagur
Fararstjóri og leiðsögumaður eru mönnum innan handar. Stungið upp á að menn fari á Þjóðminjasafnið, skoði etv. hið ótrúlega Al Bhustan hótel og nokkur skemmtileg gallerí. Borðum á Al Falaj



15. dagur
Frjáls dagur til að versla annað hvort á aðalmarkaði í Muttrah eða í stórverslum. United Tours getur einnig boðið upp á dagsferð í norður eða suður fyrir þá sem það vilja og borgist sérstaklega.
Borðum kveðjumáltíð utan hótels. Í boði ferðaskrifstofunnar United Tours

16.dagur
Morgunverður og síðan til flugvallar. Tökum Royal Jordanian til London og síðan Flugleiðavél heim um kvöldið.

Innifalið í ferðinni:

Flug, gisting, allir skattar
Aðstoð v/vegabréfsáritunar
Morgunverður
Skoðunarferðir sem upp eru taldar í áætlun, aðgangseyrir á þá staði sem þar koma við sögu.
Flug til og frá Salalah og til og frá Khasab
Bátsferð á Ómanflóa með þeim veitingum sem nefndar eru
Sigling í Musandam
Tveir hádegisverðir
Sjö kvöldverðir
Fimm nestishádegisverðir
Úlfaldareið
Tónlistar og þjóðdansasýning
Íslensk fararstjórn

Ekki innifalið:
Tips til ómanskra leiðsögumanna og bílstjóra kr. 140 dollarar á mann. Borgist með síðustu greiðslunni.
Kvöldverðir og hádegisverðir sem ekki eru upptaldir(má ætla þeir kosti 20-30 dollara)
Vegabréfsáritun(líklega um 40 dollarar) Borgist með fyrstu greiðslunni
Drykkir eru aldrei innifaldir


Þarf að fá venjulegar upplýsingar:
1. Kennitölu, starf, fæðingarstað
2. Vegabréfsnúmer og útgáfudag og gildistíma
3. starfsheiti og fæðingarstað

Þessi ferð kostar 310 þúsund krónur. Staðfestingargjald sem er 20 þús greiðist 1.sept.
1.okt. 72.500 plús 40 dollarar eða sem því svarar í íslenskum krónum
1.nóv. 72.500
1.des 72.500
1.jan. 72.500

Óman er óvenjulegt og einstakt land og ferðin fyrsta þangað í febrúar 2006 heppnaðist einstaklega vel.

Hafið samband við jemen@simnet.is
eða í símum 5514017 ef þið viljið nánari upplýsingar.